Aðventan 1. sunnudagur

Aðventan
eða jólafastan er undirbúningstími jólahátíðarinnar. Með henni hefst kirkjuárið.

Aðventan stendur yfir í fjóra sunnudaga. Orðið aðventa er komið úr latínu "adventus" og það þýðir, "koman," "nálgast" eða "aðkoma."

Jesús er að koma. Það er hans fyrsta koma sem við minnumst um hver jól. En það sem við erum í raun að undirbúa, er hans endurkoma, sem mun verða á síðasta degi.

Á aðventu er sumum hlutum breytt í kirkjunni.

Til dæmis erum við með aðventukransinn. Hér er um að ræða hring með grænu laufi sem umlýkur fjögur kerti. Kertin, verða kveikt, eitt fyrir hvern sunnudag í aðventu og minna okkur á að Jesús er sanna ljósið í þessum heimi.

Annar hlutur sem breyttur er, er hökull prestsins. Fjólublár er liturinn sem kirkjan notar á aðventu og er hann tákn iðrunnar og sorgar.

Umræðuefni ritningarlestranna og bænir í messunni, eru einnig breyttar. Í aðventu er eftirvæntingar að gæta í þeim.

Á sérhverri aðventu er okkur boðið að dýpka og styrkja samband okkar við Guð og náungann.

(Tekið af neti Kaþólsku kirkjunnar)

 

Aðvetnusálmur nr. 66

Hefjum upp augu' og hjörtu með,
hjálpræðisstund vor er nærri.
Jesú vér fáum sjálfan séð,
sorg öll og kvíði' er þá fjarri.
Senn kemur eilíf sumartíð,
sólunni fegri', er ljómar blíð
Drottins í dýrðinni skærri.

(Valdimar Briem)

Sálmabók Íslensku Kirkjunnar,2001

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband