1.12.2010 | 09:32
Vinavæðing á stjórnlagaþingi?
Yfirlýsing og ánægja Þorvaldar Gylfasonar á Rás 2 um að margir hverjir er kosnir voru á stjórnlagaþing væru ''vinir hans og samherjar'' er ekki traustvekjandi; verður niðurstaða þingsins hvaða skoðun prófessorinn og vinir hans hafa? Eru þeir hinu einu réttu með ''geislabaug'' er allt vita af hverju efnahagshrunið varð og hvað þarf til úrbóta?
Hvernig hefur innri gagnrýni háskólanna um það sem betur mætti fara verið framkvæmd? Háskólarnir eru of margir fyrir litla þjóð og hafa óbeint dregið úr verkmenntun jafnvel grunnskólamenntun, fjármagninu hefur tæplega verið vel varið miðar við heildarhagsmuni þjóðarinnar.
Undirrituð leyfir sér að draga í efa að ''heildarhagsmunir" þjóðarinnar að áliti Þorvalda Gylfasonar, prófessors og vina hans varði almannahag, sé hinn eini rétti boðskapur; ef til vil erfitt fyrir þá háskólamenn er sitja gagnrýnislaust í glerhúsi upp í háskóla og láta sig litlu varða svokallaða lægri menntun/verkmenntun eða hagsmuni þjóðarinnar í heild þar með talin landsbyggðin.
(Yfirlýsing Þorvaldar Gylfasonar, prófessors um marga vini sína á stjórnlagaþingi var á rás 2 en ekki í Kastljósi og hefur nú verið leiðrétt. Undirrituð biðst velvirðinar á misminninu)
25 kjörin á stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.12.2010 kl. 20:22 | Facebook