6.12.2010 | 10:58
Silfur Egils: Hugverkavæntingar - verðlaus pabbír?
''Nýr spámaður'' (Anna Hildur Hildibrandsdóttir) kom fram í Silfri Egils í gær með vel útfært ''Exelskjal'' þar sem slegið var föstu verðmæti framtíðar hugverkamanna/listamanna í veltu erlendis og hérlendis miðað við veltu helstu útflutningsgreinar. Engin samræða fór fram um hverjar markaðshorfur yrðu í nánustu framtíð þrátt fyrir meira og minni yfirvofandi kreppu í Evrópu, Bandaríkjunum og jafnvel víðar;- hvort almenningur hefði efni á njóta hugverkanna/listarinnar.
Helstu rökin voru Björk í tveggja ára heimsreisu með 20 manns í vinnu og að spennusögur Arnaldar Indriðasonar seldust í milljónum eintaka. Með allri virðingu fyrir fyrrnefndum þá geta þau tæplega verið mælihvarfi á stöðuga framleiðslu/útflutning er gefur öruggar tekjur í framtíðinni; þá er verið að tala upp verðmæti er kynnu að verða til í afar stóru magni; minnir dálítið á kúlulán og hlutabréfavafninga banka hérlendis og erlendis er urðu verðlausir pappírar eins og alþekkt er.
Hvernig fór með tónlist Bubba Morthens er hann seldi Glitnisbanka fyrirfram; hún varð verðlaus eða verðlítil á einni nóttu?
Silfur Egils/ríkisfjölmiðillinn þarf að koma fram með fleiri hliðar og rök á veltu/framleiðslu hugverka en fram kom í þætti hans - svona einsleitar væntingar skýjum ofar eru tæplega boðlegar.
-Kaupendur/áhorendur verða að vera til staðar hverju sinni þá mætti ef til vill reikna út getu almennings (og veltu í samræmi) hér á landi; hvað hann getur greitt fyrir marga jólatónleika eftir þessa jólavertíð - um þar næstu jól; betra að hafa dæmið í smærra formi? -
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:46 | Facebook