31.1.2007 | 18:30
Vantar siðferðilegan standard í stjórnmál og verkalýðsbaráttu?
Það má segja að nýr tími sé runnin upp í framboðum til Alþingis. Umræður um ný framboð eru heitar. Eldri borgarar, öryrkjar og óánægðir stjórnmálamenn eru til alls líklegir til að ná fram réttmætum hagsmunum sínum.Hvers vegna er þessi staða komin upp? Eru þeir sem minna hafa settir hjá með kjör sín og aðstæður? Er verkalýðhreyfingin orðin skrifborð í glerhúsi úr öllum tengslum við umbjóðendur sína? Eru pólitísk stjórnvöld vanmáttug til að bæta þessar aðstæður? Ræður embættismannvaldið of miklu? Er sérfræðigaveldið orðið svo margbrotið, að það missir marks þegar þarf að taka heildarákvaraðnir? Situr þar hver við sitt borð með einangruð sjónarmið þar sem vantar alla samhæfingu og samstarf við ákvörðunartöku.
Stéttaskipting er orðin miklu meiri en áður var. Hver stétt berst fyrir sínu og fær ágæta athygli fjölmiðla t.d. allar heibrigðisstéttir þ.m.t. læknar. Þeir ófaglærðu verða verst úti þegar bitist er um launahækkun.Minna ber á baráttu þeirra í fjölmiðlum, sem vinna við uppeldisstörf, umönnunarstörf og önnur þjónustutörf. Að ekki sé nú minnst á eldri borgara,sem ekki mega vinna sér inn nokkrar krónur án þess að ríkið steli því aftur löglega. Sama ástand er meðal öryrkja. Þeir sem gætu unnið með örorku sinni vantar meiri félagslegan stuðning og menntun.Verður ekki sama ástand áfram þótt ný ríkisstjórn taki við völdum? Er siðferði okkar almennings á svo lágu stig að okkur sé sama? Þar er skemmst að minnast ákvörðunar Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgarstjóra þegar hún tók þá ákvörðun að hækka laun þeirra lægst launuðu í borginni. Má segja að hún hafi gengið framfyrir skjöldu og sýnt gott fordæmi sem borgarstjóri. Ekki varð nein sérstök ánægja meðal Samfylkingarfólks (jafnaðarmanna!) í Reykjavík. Það sýndi slakur árangur Steinunnar Valdísar ótvírætt í prófkjörnin til alþingiskosninga.
Að framansögðu hljóta pólitísku flokkarnir allir, að þurfa að leggja miklu meiri áherslu á umrædd málefni þeirra sem minna mega sín. Með því er ef til vill hægt að hækka siðferðilegan standard hvað varðar þá sem minna mega sín. Ekki dugir lengur að vísa hver á annan.
Þarf að verða pólitískt mál allra flokkanna ef það á að hafa áhrif. Með því móti er ef til vill hægt að snúa við þeim mikla mismun á kjörum þeirra lægst launuðu og annarra þjóðfélgsstétta.Upphrópanir verkalýðsforingja og lýðskrumara í pólitískum flokkum er löngu orðnar hjáróma. Þess vegna hafa þeir sem minna mega sín risið upp og heimtað rétt sinn til að eiga fulltrúa á Alþingi. Þær raddir verða ekki þaggaðar niður í framtíðinni.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Facebook
Athugasemdir
Ja svei mér þá.... Stjórnmála menn þessa lands mega skammast sín ,,sama í hvaða flokki þeir eru.
Kveðja Ronni....http://ronnihauks.spaces.live.com/
Runólfur Hauksson 31.1.2007 kl. 19:47