31.1.2007 | 23:43
Frábær þáttur frá tónlistarverðlaunum hjá RÚV - kærar þakkir!!!
Sjónavarpið á þakkir skildar fyrir frábæran þátt frá tónlistarverðlaununum. Hafði engar væntingar til þessa þáttar Hélt endilega að hann yrði leiðinlegur, veit ekki af hverju. Það var öðru nær. Held bara að þetta sé þáttur ársins hjá Rúv. Þátturinn enduspeglaði svo sannarlega flestar tegundir tónlistar. Efst er mér í huga hljómplata ársins, Þorlákstíðir og söngkonan Lay Low. Gaman þegar svona framúrskarandi list nær til allra þjóðarinnar. Þessir ævafornu sálmar Þorlákstíðir, sem hafa fundist í gömlum handritum hafa slegið aftur í gegn eftir margar aldir, svo vel fluttir af frábærum listamönnum. Hins vegar Lay Low sem sló í gegn og varð stjarna á einu augnabliki, frábært! Hún var svo einlæg og syngur líka með hjartanu.Ólafur Gaukur átti líka skilið að fá viðurkenninguna fyrir að hafa staðið vaktina svona lengi í dægurtónlistinni.
Erfitt að nefna fleiri sérstaklega vegna þess að öll tónlistin var svo góð og vel flutt. Líka þeir sem ekki fengu verðlaun en voru tilnefndir t.d flautuleikarinn, sú tónlist ómar ennþá í huga mér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:45 | Facebook