Einkarekum mötuneyti grunn- og leikskóla!

Morgunblaðið hóf umræður í dag  á hollum mat í leik -og grunnskólum  í forystugrein sinni. Umræðan er mjög brýn vegna þess að börnin okkar þurfa að fá góðan og hollan mat. Úrræði sem koma til álita er að einkareka mötuneytin, bjóða þau út og fá faglærða matreiðslumenn. Orðið einkarekstur hefur verið orð sem helst ekki má nefna í skólageiranum. Í stað þess að nýta sér kosti formsins með ákveðnum forsendum. Undirrituð þekkir umrætt málefni mjög vel þar sem hún hefur unnið sem matráður í leikskóla, matráður við Landspítala Háskólasjúkrahús og þekkir einnin vel til mötuneyta í grunnskóla.Vandinn er fólginn í því að skólastjórnendur hafa ekki næga faglega þekkingu á matreiðslu og leggja aðaláheslu á að fá sem ódýrastan vinnukraft og þrengja svo að starfseminni, að erfitt er að reka mötuneytin með þeim kröfum sem verður að gera til skólamötuneyta. Með þessu fyrirkomulagi verður reksturinn ómarkviss og dýrari. Nauðsynlegt er að skoða reksturinn og hollustuþáttin sérstaklega til að raunhæft útboð gæti farið fram.Útboð á mötuneytum gæti framið fram með ákveðnum skilyrðum um gott hráefni sem yrði vel matreitt. Það er auðveldara að gera kröfur ef matráðurinn hefur reksturinn á eigin hendi og  getur tekið sjálfstsæðar ákvarðanir. Að sjálfsögðu eiga skólastjórnendur að hafa tillögurétt og geta sett fram kvartanir við matráðinn og til skóaráðs. Einnig mætti hugsa sér að Lýðheilsustöð kæmi meira beint að hollustuþættinum. Umrædd atriði þurfa að komast í umræðu hjá bæjaryfirvölum. Ekki er eftir neinu að bíða annars gæti farið svo að allur matur yrði verksmiðjuframleiddur innan fárra ára.  Undirrituð beinir þessum skoðunum sínum sérstaklega til bæjaryfirvalda hér í Kópavogi þar sem hún býr og þekkir talsvert málin þar. Þar hefur verið ófremdar ástand í sumum leikskólum vegna þess að erfitt hefur verið að fá matráða til starfa. Það sýna auglýsingar á Job.is í marga mánuði síðan s.l.vor.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband