25.1.2011 | 16:08
Stjórnlagaþingið pólitískt klúður!?
Engin orð ná yfir ráðaleysi núverandi ríkisstjórnar sama hvaða mál koma fram. Klúðrið náði nýjum hæðum í dag með dómi Hæstaréttar um stjórnlaga þingið. Rétt að minnast orða Sigurðar Líndals, prófessors að rétt væri að venja sig við að fara að lögum áður en ný stjórnarskrá yrði samin; og lögð fram fyrir þjóðina.
Stjórnlagaþingið var að mestu leyti ísmeygilegt fyrirkomulag spunameistara Samfylkingar (''með Steingrím í handjárnum''), að ná betri ímynd og sterkara fylgi; með Þorvald Gylfason, prófessor í fararbroddi.
Landsbyggðin klippt út úr myndinni enda á að leggja niður allar byggðir;fiskimiðin og aðrar auðlindir þjóðnýttar í nesti handa Samfylkingunni til Brussel.
Við þurfum nýja stjórnarskrá með öðrum formerkjum en núverandi ríkistjórn stefndi að.
Burt með núverandi stjórn.
Stjórnlagaþingskosning ógild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.1.2011 kl. 01:40 | Facebook