2.2.2011 | 14:23
Ríkisstjórnin ræður ekki við efnahagsvandann
Tæplega annar kostur í efnahagsvandanum er að AGS haldi um taumana lengur en ákveðið hefur verið. Ríkistjórnarflokkarnir eru ekki trúverðugir vegna ósamkomulags innbyrðis, klögumálin gagna á víxl þar á bæ undur hótunum forsætisráðherrans. Stjórnarandstaðan er máttlítil; í heildi njóta stjórnmál ekki trausts meðal almennings.
Hætt við að peningastjórnin/efnahagsvandinn fari úr böndum og verðbólga aukist verulega ef AGS hverfur á braut.
Þar við bætist óróleiki á vinnumarkaðnum er ekki sér fyrir endann á, deilur ríkistjórnarinnar við LÍÚ þar sem Jóhanna/ Samfylkingin öll er í stríði við atvinnuveginn; er stendur undir stórum hluta gjaldeyristekna þjóðarinnar; atvinnuvegi sem er beint og óbeint tengdur við fjölmörg fyrirtæki á öllu landinu er byggja afkonu sína á þjónustu við hann. En það er ekki aðalmálið, markmiðið er að ríkisreka sjávarúrveginn í framtíðinni; þjóðnýting er stefnan til að geta deilt og drottnað í pólitískum tilgangi.
Ríkisstjórnin þarf að taka tillit til þessa mikilvægu þátta, eyða óvissunni um afkomu sjávarútvegsins; í stað þess hrópa ókvæðisorð með stríðshanskann á tilbúinn til höggs.
Nokkuð ljóst að þessi ríkistjórn nær litlum eða engum árangri í samningum við sjávarútveginn - eða á vinnumarkaði; við þurfum utanþingsstjórn.
Már: AGS hugsanlega áfram á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:37 | Facebook