3.2.2011 | 02:11
Hatursherferð Samfylkingar
Hverju orði sannara Samfylkingin lætur sverfa til stáls við sjávarútvegsfyrirtækin í landinu, komin allt að því dagskipun um hvernig þingmenn skuli haga málflutningi sínum. Tekist hefur að koma óorði á atvinnugreinina með fúkyrðum og slagorðum, orðið ''sægreifarnir'' hefur náð einna lengst með hjálp lýðskrumara vítt og breitt um þjóðfélagið. Nærtækt dæmi er Útvarp Saga er dag eftir dag hamrar á meinfýsnum áróðri þar sem ýtt er með öllum ráðum undir slíkan málflutning í þættinum ''línan er laus'';síðan kemur Eiríkur Stefánsson reglulega með fúkyrðaflaum í pistlum sínum.
Sorglegt að Vinstri grænir skuli óbeint styðja þennan skefjalausa órökstudda áróður með núverandi stjórnarsamstarfi; Steingrímur J. Sigfússon virðist láta sér léttu rúmi liggja órökstuddan áróður um mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar; engar raunhæfar tillögur um það sem betur mætti fara eru uppi á borði stjórnarheimilisins; nægilegt að sitja í ríkisstjórn og láta fara vel um sig.
Gagnrýnir þingmann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:33 | Facebook