3.2.2011 | 14:56
ICSAVE - SAMNINGINN Í ÞJÓÐARATKVÆÐI
Ekki verður séð að áhættan aukist þótt þjóðin hafni Icesave-samningnum ,blikur eru á lofti í gjaldeyrismálum, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Stærstu ríki heims eru varfærin, fara sér hægt í gjaldeyrisbreytingum. Ef krónan lækkar þá er komið risastórt ''myntkörfulán'' er gæti orðið erfitt að greiða.
Hefur almenningur ekki nóg með sín myntkörfulán ?; fólk á láum launum sem hefur venjuleg húsnæðislán er á mörkum þess að ná endum saman um hver mánaðarmót nú um stundir; fyrst og fremst vegna óréttlátrar skattastefnu ríkisstjórnarinnar.
Vafalaust munu fleiri segja sig úr Sjálfstæðisflokknum en bíða átekta. Styrmir fyrrverandi ritstjóri Mbl. hefur rétt fyrir sér, rökrétt er að þjóðin fái að taka endanlega afstöðu; þeirri niðurstöðu verður að hlíta '' það er lýðræðisleg krafa''.
Meiriháttar pólitísk mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:03 | Facebook