2.2.2007 | 08:30
Forseti Íslands - sameiningartákn eða "pólitískt embætti?"
Seta forseta Íslands í þrónunarráði Indlands hefur verið í umræðunni. Utanríkisráðherra hefur réttilega beðið um skýringu. Það er undarleg ákvörðun forsetans að hann virðist ekki þurfa að hafa samráð við stjórnvöld. Það hefur komið fram í umræðunni nú sem fyrr að Sjálfstæðisflokkurinn þoli ekki Ólaf sem forseta og á það að vera ástæðan. Þessi málflutningur bendir til að verið sé að fela þá staðreynd að forsetinn hefur sjálfur skapað pólitíska ólykt í forsetaembættinu með gjörðum sínum. Skemmst er að minnast neitunar undirskriftar fjölmiðlalaganna. Miðað við málflutning stjórnarandstöðunnar um umrædd lög einkenndist hún fyrst og fremst af því að koma stjórninni frá. Fjölmiðlalögin virtust vera aukaatriði. Framkvæmd forsetans ein og sér að boða til blaðamannafundar um ákvörðun sína án þess að halda ríkisráðsfund verður að teljast lítilsvirðing við stjórnvöld. Ef forsetinn er markvisst að setja nýja ímynd á forsetaembættið með pólitísku litrófiog útrás orkar það tvímælis. Gæti gert stjórnaskrána tortryggilega sem er þó rammi lýræðisins, vafasamt af forsetaembættinu að túlka hana með frálslegum hætti. Forsetaembættið hefur hingað til verið sameingingartákn þjóðarinnar. Öllum forsetum hefur tekist að rækja það hlutverk með sóma hvaða stjórnmálaskoðanir sem þeir hafa haft. Vigdís forseti var mjög umdeild fyrst þegar hún tók við embætti bæði vegna þess að hún var kona auk þess þótti hún róttæk í stjórnnmálaskoðunum. Henni tókst að lægja öldurnar og varð ástsæll forseti sem naut virðingar og aðdáunar þjóarinnar. Enn þann dag í dag hefur hún mikil áhrif ef hún kemur fram í fjölmiðlum til að leggja góðum málum lið. Þessi ímynd af forseta Íslands í embætti er í anda stjórnarskrárinnar, í hlutlausum farvegi eins og hingað til hefur verið til ætlast. Útrás núverandi forseta með glamúr á viðskiptalegum forsendum orkar tvímælis svo ekki sér meira sagt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.2.2007 kl. 16:46 | Facebook
Athugasemdir
Þú varst sem sagt á móti því að Ólafur vísaði málinu til þjóðarinnar? Verð að segja að ég hef nú ekki upplifað allann þennan glamúr. Hann er jú giftur fjársterkri konu sem vegna viðskipta fer um heiminn. Hann hefur tekið þann pól í vinnu sinni að hjálpa fyrirtækjum sem eru í viðskiptum erlendis. Mér finnst að hann hafi fylgt því að Ísland í dag er ekki eins og Ísland fyrir 10 árum. Og ekki eins á tímum Vigdísar (sem stóð sig líka vel). Kristján stóð sig líka vel á sínum tíma en það var á enn öðrum tímum. Kristján var t.d. mest á Bessastöðum og fór lítð erlendis. Vigdís fór smátt og smátt að auka samskipti forseta við útlönd og Ólafur hefur þróað það áfram.
Skil ekki hvað fólk er að hatast út í Ólaf og afhverju enginn sem máli skiptir boðið sig fram á móti honum ef hann stendur sig svo illa.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.2.2007 kl. 08:48
Ekkert er verið að hatast úr í forsetann, hann er ekki hafin yfir gagrýni. Ætlast má til að embættið hagi sér í samræmi við stjórnarskrána þangað til henni verður breytt.
Tel að fjölmiðlalögin hafi ekki verið forsenda til nota neitunarvaldið.
Hann er forseti þjóðarinnar en ekki forseti fyrirtækja. Kemur ekki málinu við hvort konan hans er fjársterk.
Hvað verður næst?
Ef til vill fer hann að hjápa Dressmann og auglýsa föt fyrir fyrirtækið?
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 2.2.2007 kl. 09:07
Góðar og gildar pælingar Sigríður Laufey. Virkilega gaman af skrifum þínum
Tvær síðustu færslur þínar hitta beint í mark.
Ólafur Örn Nielsen, 3.2.2007 kl. 00:26
Þakka þér fyrir sömuleiðis. Gaman að blogginu yfirleitt, koma svo mörg sjónarhorn fram.
kveðja
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 3.2.2007 kl. 05:39