Búast má við að hitni í kolunum á fundinum í Valhöll á morgun, Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður sagði í viðtali á Stöð2, að Davíð Oddsson, ritstjóri Mbl. verða að sætta sig við að vera ekki lengur formaður Sjálfstæðisflokksins og taldi hann stjórna uppistandinu gegn greiðslu Icesave-skuldarinnar.
Tryggvi Þór Herbertsson,þingmaður og ''hlutlaus'' fræðimaður'' við Háskóla Íslands ætti ekki að koma fram fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, flokknum til framdráttar. Var það ekki Tryggvi Herbertsson er fór til Bandaríkjanna ásamt þáverandi forsæitsráðherra skömmu fyrir bankahrunið; til að ''fegra'' ástandið í íslenskum bankmálum?
Tæplega verður litið framhjá skýrslu prófessoranna Tryggva Herbertssonar (þáverandi forstöðumanns háskólans)og Mishkins, prófessor við Columbíaháskóla, rækilega merkt framgreindum fræðimönnum við Columbíaháskóla og Háskóla Íslands. Rannsóknarskýrslan bls 214: ... ..."Tryggvi kveðst býsna stoltur af skýrslunni, en viðurkennir þó að hún hafi ekki byggst á neinni greiningu á stöðu bankanna umfram það sem er að finna í opinberum gögnum".... ...Báðir höfundarnir tóku tóku þátt í fundum með íslenskum stjórnmálamönnum og forsvarsmönnum bankanna á erlendri grundu til að fylgja boðskap skýrslunnar eftir..."Rannsóknarskýrslan bls214.
Takið vel eftir áliti Geirs Zoega, prófessors HÍ:
Aðeins jákvæðu þættirnir voru dregnir fram að mati Geirs Zoega, forseta hagfræðideildar og hafi skýrslan sennilega þau áhrif að íslensku bankarnir áttu greiðari aðgang að fjármagni erlendis, stækkuðu enn frekar og glataðist mikilvægur tími til að taka á vandanum(fyrir hrun). Rannsóknarskýrslan bls.214.
Tryggvi Þór Herbertsson virðist vera einn af talsmönnum flokksins út við (sjálfskipaður?), á hauka í horni innan RÚV og Stövar2; þá er hann reglulega með þætti í INN- sjónvarpin;allt er reynt að gera Tryggva trúverðugan og ómissandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn; Tryggvi stingur höfðinu í sandinn eins og strúturinn heldur að hann sjáist ekki.
Tryggvi Þór Herbertsson ætti að taka pokann sinn sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins; snúa sér að fræðistörfum; með breyttum formerkjum frá því hann samdi Mishkins-skýrsluna frægu og fyrrnefndu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.2.2011 kl. 00:13 | Facebook