5.2.2011 | 05:05
Biblían: Matteusarguðspjall
Laun: 40Sá sem tekur við yður tekur við mér og sá sem tekur við mér tekur við þeim er sendi mig. 41Sá sem tekur við spámanni, vegna þess að hann er spámaður, mun fá spámanns laun og sá sem tekur við réttlátum manni, vegna þess að hann er réttlátur, mun fá laun réttláts manns. 42Og hver sem gefur einum þessara smælingja svaladrykk vegna þess eins að hann er lærisveinn, sannlega segi ég yður, hann mun alls ekki missa af launum sínum.
Í Nasaret:53Þegar Jesús hafði lokið þessum dæmisögum hélt hann þaðan. 54Hann kom í ættborg sína og tók að kenna þeim í samkundu þeirra. Þeir undruðust stórum og sögðu: Hvaðan kemur honum þessi speki og kraftaverkin? 55Er þetta ekki sonur smiðsins? Heitir ekki móðir hans María og bræður hans Jakob, Jósef, Símon og Júdas? 56Og eru ekki systur hans allar hjá okkur? Hvaðan kemur honum þá allt þetta? 57Og þeir höfnuðu honum hneykslaðir.
En Jesús sagði við þá: Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu og með heimamönnum. 38Og hann gerði þar ekki mörg kraftaverk sökum vantrúar þeirra. Góða helgi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.2.2011 kl. 03:45 | Facebook