8.2.2011 | 14:06
Stefnumörkun og skynsamleg neysla
Hægt er að draga úr neyslu nema hjá þeim verst settu, en þá verður að skipuleggja útgjöldin og sleppa því sem hægt er að vera án með góðu móti; ef vel gengur og eftir er af launum setja í sparnað til að eiga fyrir ófyrirsjáanlegum útgjöldum. Framangreind atriði verða stjórnvöld að hafa í huga við stefnumörkum. Nú er áherslan að lækka vexti jafnvel niður í 2% - eru það ekki röng skilaboð þegar ætlast er til að dregið sé úr neyslu?; of mikil neysla dregur gjaldeyrir úr landi.
Stjórnun vaxta þarf að taka mið af þeim efnahagsvanda er þjóðin stendur frammi fyrir er krefst aðhalds, sparnaðar og skynsamlegrar neyslu - í stað þess að ætla að hneppa komandi kynslóðir í skuldaklafa er þær bera enga ábyrgð á að greiða.
Erfitt og sárt fyrir þjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Facebook