Bæn Gísla frá Uppsölum

Gísli frá Uppsölum er löngu þjóðþekktur maður, bóndi er bjó einn, kærði sig lítt um nútíma þægindi, lifði á því sem landið gaf nægjusamur og glaður í bragði, líklega illa skilið núverandi efnahagserfiðleika okkar. Við getum tekið Gísla til fyrirmyndar og varðveitt landið og nýtt það okkur okkur til framdráttar. Ekkert verður okkur dýrmætara en eiga landið þótt það tilheyri svokölluðum köldum svæðum.

Vaxandi matarþörf er eitt mesta vandamál þjóða í framtíðinni, að til verði nægilegur matur, hægt að  framfleyta öllum jarðarbúum. Notum innlenda framleiðslu eins og kostur er það er okkur fyrir bestu; sú framtíð að ekki verði nægur matur fyrir jarðarbúa er ekki langt undan.

Gísli frá Uppsölum sótti styrk sinn í kristna trú eins og þjóðin gerði í gegnum aldir;gaf henni andlegan og líkamlegan þrótt þegar náttúrhamfarir, hungur og kuldi sóttu að.HappyHalo

Bæn Gísla frá Uppsölum.

Þegar raunir þjaka mig

þróttur andans dvínar

þegar ég á aðeins þig

einn með sorgir mínar.

Gef mér kærleik, gef mér trú,

gef mér skilning hér og nú.

Ljúfi drottinn lýstu mér,

svo lífsins veg ég finni.

Láttu ætíð ljós frá þér

ljóma í sálu minni.Halo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband