16.2.2011 | 19:55
Jóhanna og Steingrímur bíða við dyrnar á Bessastöðum?
Kom fram í fréttum í kvöld (stöd2) að forsetinn hefði fengið Icesave -frumvarpið í hendur klukkutíma eftir að það var samþykkt. Mikið liggur við, má forsetinn ekki gefa sér tíma til að íhuga hvað ákvörðun hann tekur. Sakar ekki að láta Jóhönnu og Steingrím (og vikapiltinn) bíða aðeins við dyrnar. Engin sátt er um málið milli þings og þjóðar þess vegna má vel ímynda sér að forsetinn vísi frumvarpinu til þjóðarinnar af þeim sökum.
Forsetinn hlýtur að synja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:59 | Facebook