''Með lögum skal land byggja - með ólögum eyða''

Lögin frá Alþingi í gær að semja við Breta og Holllendingar um Icesavskuldina eru ólög; þjóðin er látin kyssa á vöndinn, komandi kynslóðir eiga að borga. Engin lagastoð er fyrir þessum fjárskuldbindingum um fjárhæð er enginn veit hvað verður stór. Alþingi nýtur ekki trausts nú um stundir það eru sterk rök fyrir að þjóðin eigi að segja síðasta orðið í atkvæðagreiðslu.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur í eymd sinni og aðgerðarleysi að hreinsa til hjá sér eftir hrunið gengið til lags við svokallaða vinstri ríkisstjórn. Er það ekki að fara úr öskunni í eldinn? Jóhanna og Össur ættu ekki að sitja í ráðherrastól voru samábyrg í hrunstjórn Geirs H.Haarde. Heldur ekki  hægt að treysta Steingrími J. Sigfússyni; er situr þægur og góður við fótskör Jóhönnu, forsætisráðherra til að halda völdum.

 

Aldrei of oft skrifað: Þjóðin þarf utanþingsstjórn; en hún gæti litið dagsins ljós ef forsetinn vísar Icesavelögunum í þjóðaratkvæði.FrownHalo


mbl.is Undirskriftir afhentar á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband