18.2.2011 | 15:38
Forsetinn - eltir skott Davíðs Oddsonar?
Guðmundur Ólafsson, lektor í hagfræði var að venju í morgunútvarpi Rásar2 í morgun. Taldi hann undirskiftarlistann gegn Icesave til forseta og þings ekki tækan sökum formgalla. Ein sterkustu rökin að hann hefði ekki verið settur fram af félgagsamtökun því þau væru heiðarlegri en áhugsamt fólk. Fréttamaður spurði hann um fyrstu höfnum forsetans gegn fjölmiðlalögunum en hann taldi það allt annars eðlis auk þess hefði markmið forsetans verið að ná í skott Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra.
Ekki boðlegt af menntuðum manni að koma fram eins og Guðmundur Ólafsson gerði í morgun; að gera forsetanum upp skoðanir er vítaverð framkoma.
Fréttamönnum á Rás2 þótti nauðsynlegt að vekja athygli á viðtalinu í fréttatíma hádegis; tæplega alveg hlutlaus frétt?
Eins og kunnugt er var Guðmundur Ólafsson í föstum viðtalsþáttum hjá Sigurði G. Tómassyni á Útvarp Sögu í fyrra. Þar var oft og iðulega talað meinfýsið um Davíð Oddson undir rós án frambærilegra raka. Þá skilur undirrituð ekki enn hver ''gamla konan í Keflavík'' var, er oft var nefnd undir rós í umræddum þáttum.
Ef til vill útskýrir Guðmundur ''gömlu konuna í Keflavík'' næsta föstudag - og hvað hann á við með eltingaleik forsetans við skott Davíðs Oddssonar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:53 | Facebook