21.2.2011 | 15:52
Verkalýðshreyfingin vanmáttug
Verkalýðshreyfingunni hefur aldrei tekist að hækka lægstu laun nema með í prósentum yfir alla línuna, þar fá þeir mest sem hæstu launin hafa. Löngu tímabært að ákveða lægstu laun með lögum. Hjón með 2-3 börn á lálaunataxta eiga í miklum erfiðleikum að ná endum saman í nauðþurftum; hvað þá að greiða af húsnæðisláni að auki.
Hjón með fjögurhundurð til fjögurhundruð og fimmtíu þúsund kr. pr. mánuði samanlagt eru lálauna fólk. Þeim dugar ekki einhver hækkun í prósentum sem yrði í mesta lagi fimm þúsund kr. hækkun á mánuði. Verkalýðshreyfingin er ekki fær um að semja fyrir framangreint fólk vegna þess að þeir hærri launuðu ráða ferðinni.
ASÍ: Nær allir vilja sameiginlega launastefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:53 | Facebook