22.2.2011 | 12:37
Ríkisstjórnin pólitískt vanhæf?
Vonlaus staða Steingríms J. Sigfússonar í Kastljósi í gær er hann kom fram til varnar ríkisstjórninni og gerðum hennar; jafnframt kom hann fram sem ókrýndur forsætisráðherra vegna þess að Jóhanna Sigurðardóttir stendur ekki undir hlutverki sínu hvorki sem persóna eða forsætisráðherra er kemur fram af einurð og hugrekki. Ein helstu rök stjórnarliða voru, að vísun forsetana eigi ekki við í milliríkjasamningi; þjóðin hlýtur að hafa um málið að segja, þegar setja á hana og komandi kynslóðir í skuldaklafa; enginn veit hvað lengi?
Auk þess hefur samningurinn um Icesavelögin ekki verið kynntur nema sem pólitískur hræðsluáróður um að allt hrynji hérlendis og erlendis ef ekki verði gengið að kröfum Breta og Hollendinga. Ef braskarar vilja stofna banka í áðurnefndum löndum þá verða þau sjálf að bera ábyrgðina af þeim gjörningi enda er áðurnefnd krafa ólögvarin.
Ríkistjórninni hefur ekki tekist að ná trausti þjóðarinnar enda má telja pólitíska lausn rannsóknar á falli bankanna óframkvæmanlega. Það vantar utanþingsstjórn til lausnar á vandanum; ekki verður annað séð en þessi ríkisstjórn hafa stungið Rannsóknarskýrslu Alþingis undir stól? Hvers vegna gengur rannsókn í bankabraskinu svo hægt að ekki er hægt að upplýsa nokkurn skapaðan hlut á tæpum þremur árum?
Hvers vegna sátu tveir þingmenn, fyrrverandi ráðherrar hrunstjórnarinnarí fjárlaganefnd, þegar Icesavefrumvarpið var afgreitt, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Björgvins G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra? Bæði hafa legið undir ámæli, Þorgerður Katrín fyrir kúlulán ásamt eiginmanni sínum og Björgvin sem viðskiptaráðherra í hruninu?
Að framansögðu má ætla að ef Samfylkingin nær fram samningi um inngöngu í ESB með undirlægjuhætti Steingríms J. Sigfússonar; þá verði væntanlega reynt að forðast þjóðaratkvæðagreiðslu um hann á þeim forsendum að milliríkjasamningur eigi ekki heima í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Vonandi verður núverandi forseti þá í embætti enda gæti orðið almenn uppreisn í samfélaginu ef slíkt gerræði SAMFYLKINGAR kæmist upp á borðið á stjórnarheimilinu?
Steingrímur íhugaði afsögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Facebook