22.2.2011 | 21:56
''Fóstbræður á Alþingi''
Þeir ''fóstbræður á Alþingi'' Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna töldu bráðnauðsynlegt á Alþingi í dag; að endurskoða 26. grein Stjórnarskrárinnar í ljósi þess hvernig forsetinn túlkar það vald er honum er þar falið. Vel má hugsa sér að endurskoða umrædda grein en er ekki brýnt að breyta henni í ljósi þess ef efahagskerfi/stjórnkerfi samfélagsins félli á einni nóttu eins og hér átti sér stað haustið 2008?
Hvaða varnagli þarf að felast í Stjórnaskránni þegar slíkir voðaatburðir eiga sér stað. Er ekki brýnt að þeir sem eru við stjórnvölinn fari frá; og við taki utanþingsstjórn er forsetinn kæmi til með að skipa tímabundið?
Eins og allkunnugt er sitja þingmenn á Alþingi , ráðherrar í ríkistjórn og embættismenn enn við völd; er meira og minna báru ábyrgð á í hruninu . Er það mögulegt að sama fólkið endurreisi þjóðfélagið eins og nú á sér stað? Nei, setja þarf grein í stjórnarskrána þar sem sett yrðu skýr fyrirmæli um að forsetinn gæti sett af umrætt fólk um lengri eða skemmri tíma?
Vinstri grænir settust í ríkisstjórn með Samfylkingunni ásamt hrunráðherrunum og eru því ábyrgir fyrir stjórnleysi/getuleysi er ríkt hefur í landinu síðan hrunið átti sér stað; hvað þá að rannsókn þeirra er beint komu að fjármálabraskinu hafi leitt nokkuð umtalsvert í ljós.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nánast ekki tekið neitt til í sínum ranni eftir hrunið; verður formaðurinn ekki að taka á tiltektinni þar; áður en flokkurinn fer í breytingu á Stjórnarskránni?
Vill breyta 26. greininni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook