24.2.2011 | 10:30
Lækka bensín um fimmtán krónur - - strax!
Ríkistjórnin getur vel lækkað bensínskattinn um fimmtán til tuttugu krónum lítrann kæmi sérstaklega heimilum til góða; lán mundu lækka fremur en hækka og verðbólgan yrði minni. Sífelldar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar virðist oftast vera illa ígrunduð aðgerð án þess að hugsa um þann stóra hóp fjölskyldna með laun langt undir viðmiðunarmörkum er ríkistjórnin gaf út. Klastur við vaxtabótakerfið er aðeins atvinnubótavinna handa reiknimeisturum ríkisstjórnarinnar.
Engin bein tenging er við þarfir við almennings í landinu; helstu markmið stjórnarinnar að greiða lán óreiðumanna og koma þjóðinni til Brussel.
Olíuverð í 119 dali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Facebook