3.3.2011 | 02:37
Traðkað á dómi Hæstaréttar.
Vinstri grænir traðka á niðurstöðu Hæstaréttar um Stjórnlagaþingskosningarnar, siðlaust er sýnir merki siðblindu á háu stigi; sjá ekkert athugavert að skipa sama manninn í landskjörstjórn er varð að segja af sér fyrir nokkrum dögum. Má telja skipunina tilraun að rýra umræddan dóm í augum þjóðarinnar; er hægt að hugsa sér aumkunarverri framkomu?
Árni Þór Sigurðsson skaut undar sér báða fætur sem þingflokksformaður; missir traust allra þeirra er vilja lýðræði í heiðri hafa. Hver er framtíðin ef ekki verða virtar reglur er varða kosningar framtíðarinnar; er það stefna Vinstri grænna að traðka á réttarríkinu þegar því verður við komið?
Stefna Vinstri grænna bersýnilega að skipa sína menn í ábyrgðarstöður án ábyrgðar; Ástráður Haraldsson undirstrikaði þá stefnu og þáði starfið; fyrirgerði trausti er hann hlaut áður með afsögn sinni.
Vantraust á hina fulltrúana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook