Jón Siguðrsson, ráðherra á þing!

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun (í gær) fær Framsókn sex þingmenn í stað tólf áður. Trúi að vísu ekki á skoðanakannanir en allavega er niðurstaðan svört skýrsla. Það fylgdi fréttinni að Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra komist ekki á þing í Reykjavík norður. 

Tek sárt til þessa ágæta kennara míns frá Bifröst, sem ég á góðar minningar um.

Jón tók við Framsókn í ómögulegri stöðu en hefur staðið af sér ölduna og svarað með mikilli festu og rökum í öllum málum. Verið til fyrirmyndar sem ráðherra og formaður. Tíminn mun vinna með honum eftir því sem hann verður þekktari í gegnum fjölmiðla má ætla að hann vinni sér vinsældir almennings.

Ef ég man rétt þá er Sæunn Stefánsdóttir í þriðja sæti og það gerir framboðið veikara en ella.Mér hefur fundist hún koma fram með miklum skörungsskap þennan stutta tíma sem hún var á þingi. Alveg er það bránauðsynlegt að hún verði mjög áberandi í kosningabaráttunni ásamt Jóni til að ná upp fylginu.

Það voru mikil mistök að setja tvo karlmenn í efstu sætin á  listanum. Konur horfa til þess í Framsókn að kjósa konur. Ekki verður undan því vikist að taka tillit til þess. Ekki langt síðan að konur í flokknum mótmæltu kröftuglega þegar Sif Friðleifsdótti vék úr ráðherrastóli.

Með allri virðingu fyrir Guðjóni Ólafssyni sem er í öðru sæti þá veikir hann listinn af því að hann er karlmaður. Auk þess man ég ekki betur en hann lenti upp á kant við konur í Framsókn um jafnréttismál innan flokksins.

Prófkjörin fyrir þessar kosningar hafa oftar en ekki komið illa út fyrir fleiri flokka en framsókn.

Besti leikurinn í stöðunni fyrir lista Framsóknar í Reykjavík norður væri að Guðjón gæfi eftir annað sætið handa Sæunni Stefánsdóttur. Þá er nokkur von um aukið fylgi flokksins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Heil og sæl

Er sammála þér um að ég vona að Jón komist inn á þing og ég trúi ekki öðru en að honum takist það. Hann er í sömu stöðu nú og Halldór Ásgrímsson fyrir síðustu kosningar. Halldór fór inn við annan mann.

Sæunn Stefáns er reyndar í öðru sætinu á eftir Jónínu Bjartmarz. Jónína er inni núna. Merkilegt er að Siv nær ekki inn í stöðunni nú.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.2.2007 kl. 19:14

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón Sigurðsson er hinn besti maður og yrði míkið pólitískt slys ef hann yrði
ekki kosinn á þing. Þá yrði eitt víst, núverandi ríkisstjórn myndi falla.
Allir þeir sem vilja áframhaldandi farsælt ríkisstjórnarsamstarf hljóta
að hafa það í huga í vor.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.2.2007 kl. 19:47

3 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Hef ekki skýringu á fylgistapi Sifjar friðleifsdóttur. Þekki bara ekki nógu vel til þótt ég eigi heima í Kópavogi. Við þessir aðfluttu sveitavargar erum ekki virtir viðlits af neinum hér í Kópavogi nema ef vera skyldi af Gunnari bæjarstjóra

Deilur Guðjóns Ólafssonar verða án efa notaðar í kosningabaráttnni og það mun virka.  Kveðja, takk fyrir undirtektir

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 3.2.2007 kl. 20:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband