7.3.2011 | 10:10
Búnaðarþing - bóndi er bústólpi - bú landstólpi
Einn af mikilvægustu þáttum að við eigum ekki að Ganga í ESB er íslensk landbúnaðarframleiðsla. Í nánustu framtíð stendur mannkyn frammi fyrir takmarkaðri framleiðslu en fer ört fjölgandi; eru nú sjö milljarðar en verða níu um 2050. Landbúnaður hér á landi býr yfir miklum möguleikum; hefur velmenntaða bændastétt, landbúnaðarháskóla og fræðimenn á heimsmælikvarða. Nýir möguleikar framleiðslu eru í augsýn, ylrækt í stórauknum mæli, aukin kornrækt og innantíðar samkeppnishæfar vörur til útflutnings. Brýnt er að skipuleggja allt ræktanlegt land til varðveislu ræktunar í nánustu framtíð.
Eftir að Finnar gengu í ESB hefur landbúðarframleiðslu þar hrakað mjög og matvæli minni að gæðum er koma með innflutningi sem reynir með verði að eyða innlendri framleiðslu.
Allir ættu að lesa horfa og hlusta á myndbandið er fylgir þessari frétt og sýnt var við setningu Búnaðarþings.
Búnaðarþing sett í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:36 | Facebook