7.3.2011 | 20:36
Ofurlaun og eftirlaun
Lausnin á ofurlaunum bankamanna er að skattleggja launin verulega eins og Lilja Mósesdóttir, þingmaður lagði til, nefndi hún 60-70% af launum yfir milljón; ekki má gleyma bónusgreiðslum þarf ekki síður draga úr þeim. Undirrituð er ekki meðmælt skattaálögum í óhófi líkt og þegar ríkisstjórnin leggur til atlögu gegn eftirlaunaþegum með því að verðtryggja aðeins lægstu laun þeirra er hafa greiðslur frá lífeyriskerfinu en ekki hinna. Fáir lífeyrisþegar hafa laun yfir þrjú til fjögur hundruð þúsund á mánuði; ekki sanngjarnt að þeir greiða meira en venjulega skattprósentu; ef til vill mætti skattleggja þá lífeyrisþega er hafa yfir milljón í eftirlaun, t.d. þingmenn, ráðherra og embættismenn.
Engin lausn kemur frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni í þessari frétt um hvernig hann vildi bregðast við ofurlaunum; vildi aðeins fá að vita hverjir samþykktu ósómann. Góðra gjalda vert en væri ekki sanngjarnt að skattleggja kosningastyrki þegar þeir skipta tugum milljóna eins og Guðlaugur Þór Þórðarson fékk í sinni kosningabaráttu.?
Ótrúlegar fréttir af launum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Facebook