8.3.2011 | 04:21
Sprengidagur: - Nýtt lambakjöt og baunir
Nýtt lambkjöt og baunir er ekki síðra en saltkjöt og baunir; miklu hollara matreitt með sömu uppskrift, verði ykkur að góðu.
Sprengidagur eða sprengikvöld er þriðjudagur í föstuinngangi fyrir Lönguföstu, 7 vikum fyrir páska og getur borið upp á 3. febrúar til 9. mars. Elsta heimild um íslenska heiti dagsins tengist matarveislu fyrir föstuna. Er það í íslensk-latnesku orðasafni Jóns Ólafssonar Grunnvíkings frá því kringum 1735. Þar segir hann Sprengikvöld þýða orðrétt kvöld sprengingar, það er kvöld mikilfenglegrar átveislu með allskonar meðlæti en nefnir einnig að þetta sé sveitamál.
Kjöt þótti í kaþólskum sið ekki við hæfi föstuinngangsdagana tvo fyrir Lönguföstu (mánudag og þriðjudag) og voru því oft miklar kjötkveðjuhátíðir sunnudaginn eða sunnudagskvöldið þar á undan. Kjötveislan kann við siðaskiptin að hafa flust frá sunnudagskvöldinu yfir á þriðjudaginn. Erlendis nefnist þessi dagur almennt feiti þriðjudagur (Mardi gras).
Í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá árunum 1752-57 segir að Kveld hvíta Týsdags heitir sprengikveld því þá fékk allt vinnufólk svo mikið að eta af hangikjöti sem framast gat í sig látið en ket var síðan ekki etið fyrr en á páskum. Hangikjöt var lengstum helsti veislukosturinn enda salt af skornum skammti. En frá síðasta hluta 19. aldar er vitað um saltkjöt og baunir á sprengidag og er sú hefð nú almenn.
WIKIPEDIA
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook