8.3.2011 | 21:01
''Stóri dómur kveðinn upp''
Þá hefur ''Stóri dómur'' verið kveðinn upp, orð Sigurðar Líndal verða tæplega véfengd, stjórnlagaþing er endanlega blásið af. Sannarlega ekki gæfuspor að hafa umdeilda stjórnlaganefnd, þegar flestar reglur hafa verið fótumtroðnar í fjármálakerfinu, - jafnvel braut ríkisstjórnin stjórnarskrána og Alþingi með Icesavesamningi III; ekki er heimilt að leggja skatta á nema í fjárlögum og fjáraukalögum: Alþingi samþykkti óútfylltan víxil handa þjóðinni til greiðslu en forsetinn vísaði til þjóðarinnar.
Sigurður Líndal, prófessor var einn þriggja lögmanna er dró í efa Icesavesaming II, hann væri á skjön við stjórnarskrána; þjóðin felldi þann samning eins og kunnugt er fyrir ári síðan; vonandi fer Icesave III sömu leið í komandi kosningum 9. apríl.
Hámark lögleysunnar verður ef þjóðin gengur líka þvert á stjórnarskrána og samþykkir lögin; getur dregið illan dilk á eftir sér; orðið erfiðara í framtíðinni að framfylgja lögum vegna skorts á siðferði og réttlætiskennd.
Tillagan á mjög gráu svæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.3.2011 kl. 01:30 | Facebook