9.3.2011 | 10:30
Vel rekin fyrirtæki fá milljarða lán erlendis
Þrátt fyrir allan hræðsluáróður ríkistjórnarinnar, bankanna - og seðlabankastjóra um ekkert lánstraust erlendis og fyrirsjáanlega hækkun skuldaálags vegna óleystra samninga við Breta og Hollendinga, Icesave III; þá getur íslenskt fyrirtæki samið um 27milljarða lán. Össur virðist vel rekið fyrirtæki, stendur fyrir sínu á erlendum fjármálamarkaði þrátt fyrir mikið almennt vantraust á íslenskum bankamönnum, erlendis.
Hvers vegna þennan hræðslu áróður án frambærilegra skýringa- sérstaklega seðlabankastjórans; hann verður að útskýra á mannamáli fyrir almenningi hvers vegna hann fylgir eftir hræðsluáróðri ríkisstjórnarinnar; er hann virkilega undir pólitískum hæl gagnslausar ríkisstjórnar?
Össur semur um endurfjármögnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:03 | Facebook