Búnaðrþing: Nei við ESB

Eftir síðari heimsstyrjöld stofnuðu ríki í Vestur- Evrópu  Kola- og stálbandalagið til að eflast efnahagslega saman , Frakkar og Þjóðverjar voru áhrifamestir; markmiðið var einnig að efla frið og samstöðu umræddra ríkja, árið 1957 var Rómarsáttmálinn gerður, þá varð til Efnahagsbandalag Evrópu og Kjarnorkubandalag Evrópu er var sjálfstæð stofnun, árið 1967 voru þessar stofnanir sameinaðar og varð Efnahagsbandalag Evrópu (EBE); með Maastrichtsamningnum 1991 var Evrópusambandið formlega til (ESB) síðan kom sameiginleg mynt EVRAN 2002, sambandið stækkaðu jafnt og þétt og er nú 27 ríki. 

 Atvinnuleysi eykst í sífellu í ESB- löndunum, allt upp í 20% í sumum löndum, óstjórn er í peningamálum, enginn veit hver verða afdrif Evrunnar  að reyna að hjálpa þeim ríkjum er verst standa en þau eru mörg. PIGS: Portúgal, Írland, Grikkland og Spánn eru oftast nefnd til sögunnar, verða  enn fleiri innan tíðar.Markmiðin um frið og sameiginlegan góðan efnahag hefur misst markmið sitt,villst af leið, lýðræði í raun lítið sem ekkert meðal ríkjanna sjálfra.

Breyttar aðstæður í heiminum eru skammt undan, fyrirsjáanlega þurrð á auðlindum jarðar, fjölgandi fólki og fæðuskortur/vatnsskortur. Ísland býr yfir dýrmætum auðlindum til lands og sjávar, siglingaleið um norðurhvel kann að opnast er gjörbreytir stöðu landsins; umtalsvert hagsmunamál fyrir ESB að eiga ítök með inngöngu íslensku þjóðarinnar.

Grænland fékk heimastjórn frá Danmörku 1979 og yfirgaf Efnahagsbandalagið í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sama eiga Íslendingar að gera; örríki norðursins eiga ekki heima í  risaveldi  ESB  í dag; en hvers vegna? Vegna þess þótt  ESB-löndin  telji nú um  fimm hundruð milljónir íbúar;  miðstýrir fámenn skrifstofuklíka í Brussel er raunverulega stjórnar málum þjóðanna . Staða okkar er afar erfið vegna smæðar okkar - og mikilla auðlinda en verður ekki leyst með inngöngu í ESB heldur að eiga samleið með ríkjum norðursins - ekkert liggur á ef  þjóðin ber gæfu til að losa sig við gerspillta stjórnmála- og embættismenn er vilja komast í býrókratið/embættismannavaldið í Brussel,  hunsar   hagsæld fyrir almenning er sífellt verður fátækari innan ESB; er átti að verða ríki velferðar og jafnræðis.Bændasamtökin hafa rétt fyrir sér við eigum ekki heima í ESB; en getum eftir sem áður verið í góðu samstarfi eins og alltaf hefur verið síðan í árdagá íslensku þjóðarinnar.WounderingHalo 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband