11.3.2011 | 10:36
Borgarleikhúsið: Ofviðrið - misheppnuð leiksýning.
Undirrituð fór í Borgarleikhúsið í gærkveldi, sá Ofviðrið ; alltaf tilhlökkun að sjá sýningu í leikhúsi en nú brá svo við að vonbrigðin urðu mikil. Ofviðrið er ''brjáluð fanatsía'' hefur hvorki upphaf né endir; helst hægt að láta sér detta í hug fólk í ''brjáluðu eiturlyfjapartíi''. Ef hugsað er um sýninguna sem fantasíu um það sem gæti gerst en gerðist ekki; þá náði enginn leikari hlutverki sínu í túlkun; ekki einu sinni hinn frábæri leikari Jóhann Sigurðarson er getur leikið allan skalann - sorg og gleði, - hatur -fyrirgefningu.
Einn og einn hrossahlátur heyrðist í salnum frá ''nokkrum gáfanljósum'' er skildu ''listina'' svo vel í sýningunni; kuldalegt kurteislegt klapp eftir sýninguna, engin fagnaðalæti.
Leikurunum var vorkunn en héldu þó vel út alla leikssýninguna -og er afrek út af fyrir sig.
Leiksýningin skilur eftir vonbrigði - enga löngun að sjá sýningu í Borgarleikhúsinu alveg á næstunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Facebook