25.3.2011 | 20:19
Ómerkileg framkoma!
Ekki gat Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra stillt sig um þá hótun að gjaldeyrishöftin yrðu lengri ef Icesave yrði fellt, á Stöð 2 i kvöld; engin rök fylgdu enda eru þau engin. Ómerkileg framkoma af ráðherranum að nota gjaldeyrishöftin sem hótun; hræddur um að það hafi áhrif á inngöngu í ESB.
Allt er notað til að hóta þjóðinni að vilja ekki borgaskuldir óreiðumanna í framtíðinni ef eitthvað fellir þjóðina í áliti er það ef við samþykkjum að ganga undir kröfur Breta og Hollendinga; algjörlega ólöglegar innheimtur.
Kæmi heldur ekki að sök þótt þjóðinni hefði gjaldeyrishöftin tveimur árum lengur eða svo; skiptir meira máli að láta ekki undan óábyrgu fjármálakerfi og greiða skuldir þeirra í framtíðinni; það getur fellt fjárhag okkar um alla framtíð.
Segjum nei, nei nei við Icesave 9. apríl.
56% segja ætla að styðja lögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook