Skortir traust og trúverðugleika?

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður er ánægður með samþykkt Icesaveskuldarinnar að þjóðin eigi að borga og bera ábyrgð á fjárglæframönnum framtíðarinnar. Er í samræmi við sannfæringu hans er hann fór sem aðstoðarmaður með Geir H. Haarde til Bandaríkjanna rétt fyrir hrun og dró fram ''jákvæðu þættina'' á efnahag einkabankanna að mati Geirs Zoega, hagfræðiprófessors; þá tapaðist dýrmætur tími til að taka á fyrirsjáanlegu hruni einkabakanna.  Hefur sannfæring Tryggva Þórs um að þjóðin greiði umrædda skuld meira gildi nú; en álit hans rétt fyrir hrun? Eftirfarandi blogg er skrifað (6.02.11), rétt að rifja upp öllum til umhugsunar um trúverðugleika Tryggva Þórs Herbertssonar áður en gengið verður í kjörklefann 9. apríl:

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður, hagfræðiprófessor, fræðimaður við Háskóla Íslands og fyrrverandi aðstoðar maður Geirs H. Haarde, forsætisráðherra ætti ekki að koma fram fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, flokknum til framdráttar. Var það ekki Tryggvi Þór Herbertsson er samdi margfræga skýrslu ásamt  Mishkins, prófessor við Columbíaháskóla?  

 Báðir höfundarnir tóku  tóku þátt í fundum með íslenskum stjórnmálamönnum og forsvarsmönnum bankanna á erlendri grundu til að fylgja  boðskap skýrslunnar eftir...  Aðeins jákvæðu þættirnir voru dregnir fram að mati Geirs Zoega, forseta hagfræðideildar HÍ og hafi skýrslan sennilega þau áhrif að íslensku bankarnir áttu greiðari aðgang að fjármagni erlendis, stækkuðu enn frekar og glataðist mikilvægur tími til að taka á vandanum(fyrir hrun). (Rannsóknarskýrslan8.h. bls.214.)

Tryggvi Þór Herbertsson viðist enn vera einn helsti álitsgjafi Sjálfstæðisflokksins, sat á fremsta bekk á fundi formanns Sjálfstæðisflokksins í gær og hefur haldið fyrirlestra fyrir flokkinn.Tryggvi Þór Herbertsson er  siðferðilega skyldugur að draga sig út úr sviðsljósi stjórnmálanna; ekki boðlegt af RÚV að bjóða upp á hann sem helsta álitsgjafa Sjálfstæðisflokksins.Tryggvi Þór Herbertsson er velmenntaður maður og allir vegir færir í öðrum störfum; en hann hefur skaðað trúverðugleika sinn sem þingmaður og álitsgjafi fyrir stjórnmálamenn.      

 


mbl.is Vissi ekki af auglýsingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband