29.3.2011 | 20:34
Orkuveitan - toppurinn á ísjakanum?
Er fjármálasukk/tap Orkuveitu Reykjavíkur aðeins toppurinn á ísjakanum af efnahagshruni þjóðarinnar. Enn ein húsleitin í Lúxemborg í dag, kom í ljós á síðustu metrunum fyrir hrunið 2008 lánaði Kaupþing fleiri milljarða lán frá Seðlabanka Íslands; einhverju fjármálafyrirtæki er sendi milljarðana til Tortúla? Eftir meira en tvö ár kemur framangreint ljós; síðan gæti ríkisstjórnin fengið í fangið fleiri hundruð milljarða hækkun á Icesave ef lögin þar um verða ekki felld.
Pólitísk ríkisstjórn situr við völd þar sem annar hrunflokkurinn, Samfylkingin hefur tögl og haldir; vinstri grænir valdalausir. Er það þess vegna sem svo hægt gengur að fá fram þó ekki væri nema málssókn á einn bankaræningja úr hruninu?
Afar brýnt að fá utanþingsstjórn; vonandi verður það veruleiki ef við berum gæfu til að segja nei við Icesave.
Fellum lögin um Isesave III, krossum við nei!
Starfsmönnum fækkað um 90 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook