30.3.2011 | 10:27
Sannleikurinn á borðinu
Fjárhagsvandi Orkuveitu Reykjavíkur er átti að vera leystur er aldrei meiri en nú; ef til vill ljósið í myrkrinu að forstjórinn lagði spilin á borðið að því er virðist. Svo langt hefur sukk Orkuveitunnar gengið að veitan hefur ekki traust erlendra viðskiptabanka sinna er hafa lánað til hennar fé. Forstjórinn upplýsti að fyrir lægi hjá lánardrottnum bág fjárhagsstaða þar með allt lánstraust horfið.
Svo kemur borgarfulltrúi Reykjavíkur Kjartan Magnússon og kennir um uppsögn lykilstarfsmanna Orkuveitunnnar og ógætileg ummæli er valdi slæmum áhrifum á viðhorf erlendra banka. Er meiningin að halda áfram laumuspili um illa rekið fyrirtæki, er ætti að miða reksturinn við almannahag?
Borgarfulltrúinn stingur höfðinu í sandinn, vill ekki horfast í augu við vandann, allt reynt til að halda ''pólitísku andliti'' er borgarbúar höfnuðu í síðustu kosningum. (Fréttablaðið í dag, 4)
Stefndi í sjóðþurrð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook