5.2.2007 | 10:53
Skóflustunga fyrir kirkju í Salahverfi/Uppsölum.
Varð litið út um eldhúsgluggann í Salahverfinu í gær, sá hóp fólks og stóra gröfu. Vissi ekki hvað á mig stóð veðrið, ekki gat verið jarðarför á sunnudegi. Þá komu fleiri frá safnaðaheimilinu að Uppsölum, þekkti biskupinn okkar í hópnum, varð þá ljóst að mikið stæði til. Sá síðan fréttina í Mbl í morgun.
Ekki hefði það nú kostað stórfé að senda okkur lítinn bréfsnepil og láta söfnuðinn vita. Smáa letrið fer stundum framhjá í lesningu dagsins. Þarna gat ég horft á einn stærsta viðburðinn hjá söfnuðinum alveg óvart auk þess að vera "boðflennan". En vegir Guðs eru órannsakanegir, hefði ekki viljað missa af athöfninni.
Alltaf hefur Guðni minn Ágústsson rétt fyrir sér. Gat staðið á í eldhúsinu mínu "á bak við eldavélina" og horft á herlegheitin. Heppinn, vonandi verð ég svona heppinn þegar kirkjan verður vígð!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Facebook