6.2.2007 | 00:36
Passíusálmalestur á hjá RUV.
Nú í kvöld í upphafi lönguföstu hófst passíusálmalestur hjá RUV(22:15). Löngu er orđin hefđ fyrir lestrinum. Gunnar Stefánsson kunnur útvarpsmađur les snjallt og hljómfallega. Undirrituđ var svo heppinn ađ eiga Ömmu sem lét hana lesa međ sér passísálmana á hverju kvöldi. Lengi býr ađ fyrstu gerđ og síđan er reynt ađ fylgjast međ eftir ţví sem hćgt er vegna vinnu.
Nú er hćgt ađ hlusta síđar á netinu hjá RUV ef eitthvađ fellur úr. Hallgrímur Pétursson er eitt af stóru nöfnum ţjóđarinnar sem skáld. Passíusálmarnir eru mesta skáldverk hans. Sálmarnir eru virkilega ţess virđi, ađ setjast niđur og hlusta í tíu mínútur fimmtíu sinnum fram ađ páskum.
Ragnheiđur Brynjólfsdóttir, biskupsdóttir í Skálholti fékk fyrsta eintakiđ af Passíusálmunum. Sr.Hallgrímur orti eins og flestir vita sálminn "Allt eins og blómstirđ eina," sem sungin er viđ gröf kristinna manna. Sálmurinn var fyrst sungin viđ gröf Ragnheiđar. Hún lést í blóma lífsins líklega úr tćringu og ástarsorg.
Sr Hallgrimur skrifar formála fyrir Passíusálmana og segir:
..." En ţess er ég af guđhrćddum mönnum óskandi, ađ eigi úr lagi fćri né mínum orđum breyti, hver ţeir sjá orđi drottins og kristilegri meiningu eigi á móti. Ţeir, sem betur kunna, munu betur gjöra. Herrann Jesús elski ţá alla, sem hans heilögu kvöl og píni guđrćkilega elska og iđka hennar minning.
"Vale, pie lector." Hallgrímu Pétursson p."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Facebook