Kærleikur Krists - mannúðar stefna í uppeldi/umönnun.

Hörmulegt er að heyra um ofbeldi á uppeldisheimilum fyrir börn og unglinga,  sem ekki hafa getað dvalið með foreldrum sínum vegna bágra aðstæðna þeirra. Nú stendur yfir umræðan um Breiðuvíkurheimilið. Ekki eru margir mánuðir síðan heyrnarlausir greindu frá sinni reynslu þar sem þeir voru útilokaðir frá foreldrum sínum á unga aldri og beittir grófu ofbeldi.  Erfitt er að gera sér í hugarlund hvernig þeim hefur liðið þar sem þeir gátu ekki tjáð sig og fengu ekki að hitta sína nánustu. Við verðum að læra af þessari umræðu hér og nú! Setja okkur inn í aðstæður þeirra sem minna mega sín með opnum huga. 

Fagleg sjónarmið virðast eiga að að leysa allan vanda. Nóg er til af vel menntuðu fólki í ummönnun/uppeldi bæði á hjúkrunarsviði, félagslega og sálfræðisviði sem vinnur af bestu samvisku.

En markmið stofnana eru líka af öðrum toga svo sem skipulagningu frjámála um rekstur/vinnusparnaður, sem skal vera sem ódýrastur. Góður rekstur er góðra gjalda verður en má ekki hafa svo sterk markmið, að umönnun verði ekki aðalatriði. Heldur snúist um sameiningu og sparnað þar sem mannúðarstefnan fyrir náunganum er fyrir borð borin 

Lúkasarguðspjall greinir frá lögvitringi nokkrum sem spurði Krist hvernig hann gæti öðlast eilíft líf.

Kristur svaraði honum á þá leið að hann skyldi elska náunga sinn. Lögvitringurinn spurði: “Hver er þá náungi minn?” Til skýringar sagði Kristur honum dæmisöguna um miskunnsama samverjann. Maður var á ferð. Á leið sinni féll hann í hendur ræningjum. Börðu þeir hann og skyldu  eftir dauðvona. Þeir sem famhjá gengu sveigðu af leið nema samverji nokkur sem kenndi í brjósti um manninn, batt um sár hans og fór með hann til gisthúss á leið sinni. Hann fékk gestgjafanum slasaða manninn greiddi honum peninga og sagði: “ Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meiru til skal ég borga þér þegar ég kem aftur."

Ef sagan er í sett í samhengi við aðstæður í samfélaginu í dag þá er Kristur að boða kærleikann í verki þar sem náungakærleikurinn er grundvöllurinn. 

 Stofnanir hversu góðar sem þær eru geta aldrei komið í stað miskunnsama samverjans hversu vel sem þær eru skipulagðar. Hvernig ætli gistihúsaeigandanum hafi gengið að hjúkra hinum illa leikna manni sem fallið hafði í hendur ræningja? Sagan greinir ekki frá því. Hér er boskapur Krists að elska náungann eins og sjálfan sig. Kærleikurinn eigi að vera í hjarta hvers manns hér og nú!

Kristin trú er vel fallnin til að veita náunganum kærleika og umhyggju áháð því hverrar trúar fólk er.

Kirkjan þarf að rækta þetta hlutverk sitt með því að senda djákna/ presta út á akurinn í stofnanir í miklu meira mæli en nú er. Til að sýna þeim sem eiga um sárt að binda umhyggju og kærleika á forsendum boðskaps Krists. Fylgja hinum sjúka eftir eins og í dæmisögunni  um miskunnsama samverjann með mannúðarstefnu Krists að leiðarljósi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Mjög góð hugvekja,rökvís og kærleiksrík.Fyrst er það Byrgið,síðan heyrnleysingar og nú Breiðavíkur heimilið.Það er sorgleg staðreynd,að allar umræddar stofnanir höfðu traust viðkomandi stjórnvalda,en misnotuðu aðstöðu sína og beittu marg háttuðu ofbeldi  við börn og ungmenni.Ég hef áður sagt að eftirlitsskylda og ábyrgð stjórnvalda í þessu landi er í molum.Í skjóli þess geta  forhertir afbrotamenn árum saman framið öll þessi glæpsamlegu verk.Því miður var enginn miskunnsamur samverji til að hlúa að þessum einmana og hjálparlausu börnum og ungmennum.

Kristján Pétursson, 6.2.2007 kl. 23:09

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst oft ofstækið vera mikið í þessum málum. Víst er hér um afvegaleidda einstaklinga að ræða og mörg fórnarlömb. Það á að sjálfsögðu að vera lexía og hvatning til að bæta úr. Grandvaraleysi og sofandaháttur yfirvalda er óskiljanlegur. Sértaklega þar sem marg oft var búið að gefa í skyn að allt væri ekki með felldu. Við verðum að hjálpa gerendunum líka og muna að fyrirgefa. Verkanðurinn er óafturkræfur en sálirnar ekki.

Hér er lítið kvæði, sem ég gerði, sem gæti verið ákall fyrir þessa menn og von um betri tíð.

Fyrirheitið.

Lyftu mér faðir til lífs að nýju,

sem lítill föðurgarði brást.

Syninum týnda í svínastíu,

svíðandi í hjarta yfir týndri ást.

 

Leið mig á ný að ljósi þínu,

sem loga heldur í von um mig.

Svo haldi ég stefnu að heimkynni mínu,

svo hlýju, sem þá er ég yfirgaf þig.

 

Veginn þú lítur vökull og rór

í von um að eygja elskuna þína.

Gangandi sömu götu og hann fór,

fyrir grátlega fávisku sína.

 

Nú arfi hef sóað ög öllum auð

og  aumur í tötrum reika.

Ég hef svífyrt það allt sem að elska þín bauð

og saurgað þinn heilagleika.

 

Mér borð hefur búið um aftaninn

og beðið með mat á hlóðum

og kveikt á kerti við gluggann minn

og kynt undir elskunnar glóðum.

 

Í hlaðinu stendur og hafnar mér ei

og heilsar er kem yfir grundir.

“Æ, vinurinn litli, vesalings grey.

Ég vissi að þú koma mundir.”

Jón Steinar Ragnarsson, 8.2.2007 kl. 02:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband