7.2.2007 | 11:58
Þjóðfáninn er ekki gardína!
Frumvarp liggur fyrir Aþingi um að setja þjóðfánann inn í sal hins háa Alþingis, að fyrir því væri meirihluti. Guðmundur Hallvarðsson er einn af flutningsmönnum. Greindi hann frá því að Halldór Blöndal væri á móti og hefði greint frá því í béfi að hann vildi ekki að þjóðfáninn yrði "gardína" á Alþingi.
Fyrrverandi forseti sýnir mikinn hroka í afstöðu sinni. Þótt forseti Alþingis standi fyrir virðulegt embætti er eðlilegt að fáninn verði settur fyrir ofan forsetastólinn. Til að minna forsetann og þingmenn á með táknrænum hætti að lýræðið stendur ofar öllum embættum.
Þverpóltísk samstaða er á Alþingi um frumvarpið auk meirihluta.
Mörður Árnason kom einnig í ræðustól, lýsti yfir stuðningu sínum. Varð eiginlega fyrir vonbrigðum með málflutning hans, örstutt yfirlýsing ekkert meira. Það er mikil breyting stundum er hann svo óþolandi langorður á Alþingi að ekki tekur nokkru tali.
Mörður hefði getað talað svo sem í tíu mínútur og tekið á málinu með afgerandi hætti og skörungsskap. Ekki vantar hann mælskuna og orðaflauminn ef hann vill við hafa.
Þjóðfáninn er í hátíðasölum sumra skóla sem er til mikillar fyrirmyndar. Gott fyrir unga fólkið að sjá fánann meðhöndlaðan á táknrænan hátt. Undirrituð hefur séð þjóðfánann í safnaðarheimili Grensáskirkju í Reykjavík og finnst það góður staður. Sýnir táknrænt þjóðfánann sem sameiningartákn fyrir þjóðina og að lýðræðið er rakið til kristinna gilda(krossinn). Ekki hefur orðið vart við annað en kirkjþing hafi látið sér vel líka að starfa með fánann innanborðs, sem þar hefur verið haldið í nokkur ár.
Óviðeigandi er að fyrrverandi forseti Alþingis leyfi sér að tala um þjóðfánann sem gardínu.
Áfram með smjörið Mörður Árnason!!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:37 | Facebook
Athugasemdir
Það er augljóst að sumir þessara háu herra vilja alls ekki láta minna sig á hver vinnuveitandi þeirra er, að hafa það daglega fyrir augunum að það er íslenska þjóðin sem þeir eiga að vera að vinna fyrir.
Ingi Geir Hreinsson, 7.2.2007 kl. 15:42
Þetta er kannski merki þess að Halldór Blö eigi erfitt með að horfast í augu við þá staðreynd að það er ekki hægt að leika á íslensku þjóðina. Fáninn yrði auðvitað góð áminning um það!
Vera Knútsdóttir, 7.2.2007 kl. 16:33
Íslenzkur þjóðfáni á Alþingi Íslendinga er svo sjálfsagður hlutur að ekki
ætti að þurfa ræða það!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.2.2007 kl. 21:17
Sammála ofanrituðum. Það er erfitt að horfast í augu við barnið sitt um leið og maður stelur mjólkurpeningunum til að fara á fyllerí.
Ég er eiginlega steinhissa á að fáninn skuli ekki alltaf verið þarna, svo sjálfsagt sem það er. Fjarvera hans er kannski skýringin á hvernig komið er fyrir þjóðinni.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.2.2007 kl. 02:30