8.2.2007 | 15:30
"Ekki benda á mig."
Ekki benda á mig er frasi úr ljóði Bubba Mortens sem hann söng eftir að maður létst í fangelsi þar sem enginn vildi/gat axlað ábyrgð. Skýrsla Byrgisins verður svartari og svartari. Nú eru a.mk. tíu veikar konur taldar ófrískar eftir kynferðislegt ofbeldi en ekki þrjár samkvæmt upplýsingum Péturs Haukssonar geðlækni. Landlæknisembættið fékk bréflega kvörtun frá honum árið 2002 en dagaði þar uppi vegna þess að Byrgið heyrir ekki undir landlækni heldur félagsmálaráðuneytið. Geðlæknirinn sagði að engu að síður hefði veikt fólk leitað til Byrgisins til afeitrunar. Það væri læknisfræðileg meðferð. Umræddar konur eru nú afar illa farnar með áfallaröskun, hræddar um afdrif sín.Landlæknir Mattísas Halldórsson segir í Mbl í dag að þótt Byrgið heyri undir félagsmálaráðuneytið ætli hann að beita sér í málinu. Hefur nú þegar sjálfur haft viðtal við förnarlömb Byrgisins. Ennfremur ætlar hann að halda fund með félagsmálaráðherra. Vonandi tekst landlækni með áhrifum sínum að taka á málinu sem allra fyrst. Augljós þörf er að setja skýran lagaramma þar sem landlæknir hefur óskorað úrskurðarvald í máli sem þessu í framtíðinni. Félagsmálaráðherra segir Byrgið sjálseignarstofnun þar sem engin ríkisstofnun beri ábyrgð. Byrgið fái aðeins styrki frá ríkinu.
Ekki verður undan því vikist fyrir félgasmálaráðherra að taka á málinu, fá aðra ráðherra eða alla ríkistjórnina til ákvarðanatöku. Dugir ekki lengur að segja: Ekki benda á mig."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:26 | Facebook
Athugasemdir
Því miður of margir sem hafa sagt "Ekki benda á mig" En vonum að Magnús Félagsmálaráðherra og Matthías Landlæknir taki á þessu.
Kristján, 8.2.2007 kl. 19:06