Flugumaður eða framsóknarmaður.

Til hvers kom Kristinn H. í Framsóknarflokkin.? Kemur eiginlega frekar fyrir sjónir sem flugumaður fremur en flokksmaður. Kemur undarlega fyrir sjónir  allt það pláss sem fjölmiðlar hafa gefið honum. Ekki þar fyrir að rödd þingmanna eigi ekki að heyrast. Þá ekki síður ef þeir vekja athygli á þörfum málum eins og t.d. Jóhanna Sigurðardóttir í gær, sem vakti athygli á vaxtaokri bankanna.

Sífelld viðtöl í fjölmiðlum við Kristinn H. hafa oftar en ekki einkennst af hvað honm gengur illa að ná áhrifum innan flokksins.

Óánægja Kristins  virðist ekki vera mjög málefnaleg. Hann fékk sín tækifæri innan flokksins til góðra verka sat t.d. í lykilstöðu í Byggðastofnun og í þingnefndum. Þingflokkurinn teygði sig langt til að ná sáttum við hann en allt kom fyrir ekki.

 Kristinn H. lýsti því yfir í fjölmiðlum eftir að framsókn hafði fengið lélega úkomu í skoðanakoönnun að best væri að leggja flokkinn niður og hann gengi í Samfylkinguna. 

Samkvæmt fjölmiðlaumfjöllun kemur Kristinn H.  undirritaðri fyrir sjónir sem óheill gagnvart flokksfélaögum /flokknum frekar en málefnalegur ágreiningur hafi verið umtalsverður.

Ef það er rétt þá tókst ekki honum ekki að leggja niður Framsókn.


mbl.is Hjálmar Árnason: „Ákveðinn léttir fyrir alla aðila“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Góð greining.

Pétur Gunnarsson, 9.2.2007 kl. 13:28

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband