Ríkisstjórnin skóþurrka spilltra stjórnvalda?

Er ekki þolinmæði almennings á þrotum gegn ráðalausri ríkisstjórn er virðast engin takmörk  hafa? Gengið  gróflega gegn kjörum lögreglumanna sem eiga að halda uppi lögum og reglu þegar í harðbakka slær. Það mun reynast þeim erfitt  með óréttlátan dóm gerðardóms á bakinu.

 Fleiri hafi orðið fyrir ranglátum gerðum "velferðarstjórnarinnar", er hefur  "stolist löglega" ofan í vasa eldri borgara eftir eftirlaunum þeirra - og löglega fengnu sparifé, heimilin með meðaltekjur eiga sífellt erfiðara með að ná endum saman; - hvað þá að geta greitt af lánum sínum. Þar fara börnin verst út úr umræddum aðstæðum, geta foreldra til að veita þeim þátttöku í tónlist og íþróttum verður afgangs en fer hljótt ; ef til vill vill fólk ekki láta fátæktina spyrjast um sig.

Að mati undirritaðrar  grefur reiðin sig sífellt dýpra í samfélaginu gegn stjórnvöldum; tímaspursmál hvenær upp úr sýður. 

Er ríkisstjórnin í raun skóþurrka spillts stjórnkerfis sem viðrist kúga almenning óáreytt sem aldrei fyrr?


mbl.is Íhuga að fjölmenna suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband