27.9.2011 | 10:23
Tveir leiðtogar lifðu af efnahagshrunið -
Sagnfræðingar framtíðarinnar eiga vafalaust eftir að skrifa lærðar greinar um efnahagsbrunið, 2008. Líklega munu tveir þáverandi leiðtogar þjóðarinnar verða taldir hafa lifað hrunið af svo ólíkir sem þeir eru: Davíð Oddson, seðlabankastjóri og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti; þeir blinduðust af pappírsvafningum einkabankanna er reyndist í raun blekking og brask; en brugðust hart við, stóðu með þjóðinni á örlagastundu.
Davíð brást hart við setti einkabankana á hliðina og bjargað því sem bjargað varð; að þjóðin yrði skuldsett um aldir. Stóð af sér fárviðrið með sóma er fjölmiðlar og vinstri flokkarnir sóttu að honum.
Ólafur Ragnar vísaði lögum um Icesaveskuldina til þjóðarinnar þegar skuldsetja átti fjórar eða fimm kynslóðir til að greiða óreiðuskuldir einkabraskara með stuðningi núverandi velferðarstjórnar/hrunstjórnar.
Vonandi lifir stefna Davíðs Oddssonar af á komandi landsfundi í nóvember; að Sjálfstæðisflokkurinn verði þjóðhollur flokkur allra stétta eins og stofnað var til í upphafi.
Ólafur Ragnar þarf að bjóða sig fram enn einu sinni til að festa i sessi þá stefnu að almenningur sé ekki skattpíndur vegna brasks bankanna með sjóði og sparifé landsmanna. Hann mun eiga á brattann að sækja þar sem vinstri flokkarnir er studdu hann í upphafi munu snúast gegn honum með kjafti og klóm; vonandi hefur forsetinn kjark og úthald til að verða fulltrúi þjóarinnar þrátt fyrir mótbyrinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:57 | Facebook