Upplausnarástand - stjórnlaus ríkisstjórn?

Þá er þingsetningu lokið orð forsetans eru athygli verð, að næsta kosning forsetaembættisins sé í lausu lofti vegna væntanlegrar stjórnarskrár; ef til vill er gjá þings og þjóðar best  brúuð ef það tekur fyrir tillögur stjórnlagaráðs, sérstaklega hver verði staða forsetans í framtíðinni.

Aðgerðir núverandi forseta eftir efnahagshrunið að setja þjóðina ekki í skuldaklafa braskara; kalla á meiri völd honum til handa; að áhrif almennings verði til staðar  þegar stjórnkerfi þjóðarinnar fellur til grunna eins og öllum er í fersku minni.

Núverandi stjórnarmeirihluti er ótrúverðugur og valdalítill vegna þess að innan hans er sama fólkið er átti þátt í hruninu; núverandi forsætisráðherrann er fulltrúi þeirra. Kosning til alþingis fór fram á þeim forsendum að allt væri einum flokki að kenna; Samfylkingunni tókst að hvítþvo sig af hruninu í bili en ekki lengur.

En hver er svo eftirleikurinn? Ríkisstjórnin ræður ekki við aðstæður og jafnvel í sumum málum gengið gegn hag almennings. Má þar nefna Icesaveskuldina, ótímabæra umsókn í ESB og óréttláta lausn á skuldum heimilanna.

Aðallega virðist reynt að leysa óhófsskuldir þeirra er tekið hafa lán fyrir of stórar íbúðareignir og óþörf bílalán en fjölskyldur á litlum tekjum berjast í bökkum að ná endum saman. 

Ekki verður annað séð en að utanþingsstjórn/þjóðstjórn verði að taka við meðan stjórnarskrá er breytt og komið er á friði í landinu.

Vonandi víkur núverandi forseti ekki af sviðinu miðað við umrætt ástand; meðan þjóðin vill kjósa hann - en það leiðir tíminn í ljós. FrownHalo


mbl.is Verður að skapa nýja sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband