11.2.2007 | 00:07
Biblían fyrir alla - (kellingar og kalla)!
Fagna ber útgáfu nýrrar Biblíu með breyttu orðalagi í þá veru að almennur texti verði í flt :Við, okkur, þið, ykkur. Þá verður hvorukyn notað þar sem það á við. Dæmi: Verið góðviljuð hvert við annað í stað Karlkyns: Verið góðviljaðir hvern við annan (E 4.32). Með þessari breytingu er boðskapur Biblíunnar ekki lengur eins karlmiðlægur. Boskapur Krists er nú túlkaður frá sjónarhorni okkar þar sem allir kristnir menn eru jafnir fyrir Guði.
Biblían er margar bækur og er Gamla testamentið (Biblía gyðinga) elstu bækurnar. Þær geyma þjóðfélagsuppbyggingu Israhelsmanna. Auk þess skáldskap, ljóð/trúarljóð, annála og lög rituð á hebresku löngu fyrir Krists burð.Nýja testamentið geymir guðspjöllin, feril Krists, boðskap hans,píslarsögu og upprisu. Auk þess Postulasöguna sem má telja upphaf kirkjusögunnar.
Matteusarguðspjall tengir mest saman Gamla og Nýja testamentið. Kristnir menn lesa Biblíuna í ljósi faganðaerindi Krists en vísað er til Gamla testamentisins til útskýringar á boðskap Krists.
Nýja testamentið greinir frátexta í Timóteusar bréfi sem er túlkaður út frá bæði Nýja og Gamla testamentinu (1 Tm 2.11-15):
Kona á að læra í kyrrþey, í allri undirgefni. Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát. Því Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg. En hún mun hólpin verða sakir barnsburðarins, ef hún stendur stöðug í trú, kærleika og helgun samfara hóglæti.
Ofangreindur texti sýnir sjónarhorn karla þar sem konan er sökuð um fall mannsins sem er í andstöðu við boðskap Krists. Hann kom fram við konur sem jafningja. Samkvæmt einhliða túlkun feðraveldisins skal konan fórna sér og sýna þjónustulund. Þá er þjónustulundin rifin úr tengslum við kærleika og réttlæti Krists, getur ekki orðið gagnkvæm þegar annar aðilinn á að vera undirgefinn. Kristur helgaði líf sitt baráttunni gegn óréttlæti í samfélaginu; gerði ekki greinarrmun á körlum og konum í kærleiksboðskap sínum.
Að framsögðu er þessi nýja breyting á orðalagi Biblíunnar framfaraskref og reynt að nálgast betur boðskað Jesú Krists. Allir jafn dýrmætir í augum Guðs. Ef drottnunargirni er á eina hlið í ég-þú" tengslum verður það um hverning eg-það á að lifa, ekki ég-þú tengsl. Samskipti eru hlutgerð á eina hlið án tillits til annarra. Ekki skilningur fyrir hvað það er of dýru verði keypt. Þrátt fyrir góðan ásetning misstígum við okkur í ég-þú tenglsum (um það hvernig hinn á að vera) bæði við náunga okkar og samfélag.
Við-öll tengsl leiðir okkur frá einhliða túlkun ég-þú hugarfarstengslum við náunga okkar og samfélg. Sú skilgreining færir okkur félagslega breytingu ef hún er útfærð í breiðari skilningi en persónuleg samskipti þar sem kærleikur og sameiginleg ábyrgð er samfélagslegur grunnur á forsendum kristinnar trúar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:08 | Facebook