11.2.2007 | 07:04
Fótbolti Beckhams - endurspeglar gott samfélag?
Beckham býr yfir þeim fágæta styrk að hafa úrslitaáhrif á leik með afgerandi hætti. Hann hefur oft sýnt það og sannað. Sem fyrirliði hefur hann gott auga fyrir samspili, skapar tækifæri fyrir félaga sína, þegar færi gefst. Kallar fram það göfugasta og besta í íþróttinni bæði með framtaki sínu og samspili við félaga sína. Undirrituð er ekki sérfræðingur í fótbolta en hefur gaman af góðum leikjum með snillingi eins og Beckham.
Ólafur Stefánsson, handkanattleiksmaður býr yfir þessum sama styrk. Slíkur hæfileiki hlýtur að kalla á mikla andlega og líkamalega þjálfun. Ef til vill er það ástæðan fyrir góðu liði á heimsmælikvarða.
Mattías Halldórsson, landlæknir sýndi slíkan styrk í starfi sínu, gekk fram fyrir skjöldu í Byrgismálinu, þegar stofnanir samfélgasins virtust vanhæfar til ákvarðanatöku.Beckham skoraði fyrir Real Madrid | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook