12.2.2007 | 08:27
Næsti forseti Íslands - kirkjunnar maður?
Fram kom í blogginu í gær tilnefning um forseta Íslands í næsta forsetakjöri ef núverandi forseti hættir. Mikilvægt er að kjósa ekki stjórnmálamann í ljósi reynslunnar og að fleiri en einn verði í kjöri. Kirkjunnar maður gæti verið góður kostur. Undirrituð varpar fram hugmynd um Sr. Þorbörn Hlyn Árnason, prófast að Borg á Mýrum. Bróðir hans Þórólfur Árnason fyrrverandi borgarstjóri væri mjög frambærilegur líka. Stjórnarskránefnd virðist ekki starfhæf. Verður það líklega ekki fyrr en eftir kosningar. Nauðsynlegt er að breyta kosningalögum á þann veg að forsetinn hafi hreinan meirihluta þegar hann sest í forsetastól. Til þess þarf tvennar kosningar ef fleiri en tveir bjóða sig fram. Fyrrverandi forsetar hafa notið almennra vinsælda þótt þeir hafi ekki haft meirhluta í upphafi.
Nú eru aðrir tímar. Skýrar reglur þurfa að vera um samskipti forsetans og stjórnkefisins. Ekki viðunandi eins og fram hefur komið, að forsetaembættið þurfi ekki að gera grein fyrir ferðum forsetans ef hann er ekki í einkaerindum. Venja hefur verið að forsetinn hafi tilkynnt að hann sé erlendist í einkaerindum.
Núverandi ástand að forsetaembættið telji sér ekki skylt að tilkynna um fjarveru forseta eins og Indlands ferðinni er ekki viðunandi. Að mati undirritaðrar sýnir slík framkoma að hálfu forsetaembættisins tæplega þá virðingu sem æskileg er gagnvart þjóðinni og lýðveldinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:41 | Facebook
Athugasemdir
Ef forsetinn væri ,,kirkjunnar" maður væri hann tæplega það sameiningartákn sem hann á að vera hann myndi aðeins vera fulltrúi kristins fólks á Íslandi:) Ég er samála þér að það að kjósa stjórnmála mann hefur sína galla kannski er betra að fá fólk beint úr þjóðlífinu ,,no strings attached" En hvern eigum við þá að velja
Er ekki mun nær að Forsetinn komi úr menntakerfinu t.d. Kristín Ingólfsdóttir Rektor eða Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Eða úr menningarlífinu . Ég tal að Forseti úr viðskiptalífinu sé ekki spennandi kostur.
Annars er þetta skemmtileg umræða að velta fyrir sér hver taki við þessu æðsta embætti landsins.
Zóphonías, 12.2.2007 kl. 10:00
Keistin trú er ekki fyrirstaða um sameiningarták þar sem hún er mjög umbuðrðarlynd hér á landi.
Ekki er hægt að tala um fulltrúa eins eða neins í trúmálum að mínu mati.
Held samt að það mundur frekar heyrast neikvæðar raddir um ef forsetinn væri kaþólskur eða múslimi.
Ásgeir Ásgeirsson var guðfræðimenntaður þótt hann væri ekki vígður.
Auðvitað er sjálfsagt að fá sem flestar tilnefningar.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 12.2.2007 kl. 10:19
Næsti forseti þarf fyrst og fremst að geta gegnt því að heilindum og trúmennsku. Hvort það sé kirkjunnar maður eða stjórnmálamaður skiptir ekki öllu máli en ákveðnir kostir eru æskilegir þegar menn gegna embætti af þeirri gerð sem forsetaembættið er. Hverjir eru þeir?
Hvað um fleiri kosti sem æskilegir eru?
Stefán Einar Stefánsson 12.2.2007 kl. 11:38
Bendi þér á kaflan í Stjórnarskrá Íslands: Forseti Íslands bls. 23 -31. Þar eru ákveðin skilyrði fyrir því að bjóða sig fram til forseta. Ekki hægt að búa til skilyrði eftir eigin geðþótta.
(Stjórnarskrá Íslands, Gunnar G. Schram tók saman. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf., Reykjavík. 1975.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 12.2.2007 kl. 12:45
Forseti Ísland á að vera kristin og í þjóðkirkjunni til að getað sinnt ákvæðum
í stjórnarskránni varðandi þjóðkirkjuna. Þá verður forseti hverju sinni að
hafa heilbrigðan þjóðlegan metnað fyrir landi og þjóð.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.2.2007 kl. 14:56
Forseti Ísland á að vera kristin og í þjóðkirkjunni til að getað sinnt ákvæðum
í stjórnarskránni varðandi þjóðkirkjuna. Þá verður forseti hverju sinni að
hafa heilbrigðan þjóðlegan metnað fyrir landi og þjóð.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.2.2007 kl. 14:58
Nú er ég þér sammála,Þorbjörn Hlynur Árnason,prófastur að Borg á Mýrum,myndi verða góður forseti,hæfileikaríkur andans maður,þá koma náttúrlega nokkrar konur til greina eins og t.d.Kristín Ingólfd.rektor og Guðfinna Bjarnadóttir fyrrv.rektor.Þá þarf hreinn meiruhluti kjósenda að standa bak við kjör forseta.
Kristján Pétursson, 12.2.2007 kl. 16:47