Stjórnarkreppa í Kópavogi

Undirrituð minnist með söknuði þeirra tíma í Kópavogi, þegar Sigurður heitinn Geirdal og Gunnar Birgisson unnu saman í bæjarmálum um árabil á farsælan hátt ; eins og oftast verður þegar sterkir velviljaðir leiðtogar með ólíkar skoðanir ná saman Litið var með yfirsýn  til  þeirra er eiga við félagslegan vanda  etja, fatlaðra og  eldri borgara; féalgsleg gildi  í heiðri höfð. Byggðar  íbúðir fyrir fatlaða, eldri borgara,skólar og  íþróttamannvirki risu af grunni.

Nú er öldin önnur engin samstaða ríkir um bæjarmálefnin hver höndin upp á móti annarri. Annar stærsti flokkurinn, Samfylkingin hefur fyrst og fremst eitt markmið, að koma Gunnari Birgissyni úr bæjarmálum. Ekki fjarri sannleikanum að leiðtoginn, Guðríður Arnardóttir vilji fyrir alla muni komast í bæjarstjórastólinn; en nýtur hvorki trausts eða vinsælda til að það sé í sjónmáli

Raunhæft er að ætla að enginn fulltrúi njóti vinsælda bæjarbúa - nema að öllum líkindum Gunnar Birgisson, fyrst og fremst vegna framgöngu  í bæjarmálum alla tíð. Einn stóð hann gegn bæjarstjórninni (einnig sínum samherjum) fyrir síðustu kosningar þegar sundskatti var slengt framan í eldri borgar algjörlega að ástæðulausu; þar með hófst árás á félagsleg gildi er hlúð hafði verið að og í heiðri höfð í stefnumörkun bæjarmála í fjölda ára.

Vonandi endurskoða samherjar Gunnars afstöðu sína og fylgja fyrri stefnu þeirra Gunnars og Sigurðar heitins Geirdals Ekki síður ætti Samfylking og Vinstri grænir að skoða vandlega sína stefnu í velferðarmálum til farældar fyrir bæjarbúa. Guðríður Arnardóttir verður seint bæjarstjóri eingöngu með árásum á Gunnar Birgisson, ætti fremur að sýna málefnum og félagslegum gildum meiri framgang;- í samstarfi við Gunnar Birgisson 


mbl.is VG og Samfylking ræða við D-listann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband