29.1.2012 | 09:14
Langveikt barn hornreka í kerfinu?
Netheimar og Útvarp saga hafa logað undanfarið vegna móður og langveiks barns hennar, erfitt að sjá hvaða frásagnir eru réttar eða ekki þó eru innan um og saman við staðreyndir er tæplega verða rengdar: Móðirin hefur verið með barnið á sjúkarhúsi hérlendis en fékk þær upplýsinar að ekki yrði meira gert fyrir barnið, hún skyldi fara heim - njóta síðustu stundanna með barninu.
Móðirin sætti sig ekki við úrskurðinn og hugðist fara til Englands með barnið á sjúkrahús en var stöðvuð í Keflavík, sett í farbann af barverndarnefnd Reykjavíkur. Engu að síður komst móðirin með barnið á sjúkrahús í Englandi, en þá var hafin lögsókn á hendur henni (af barnaverndarnefnd Reykjavíkur samkvæmt umsögn læknis?) og fær aðeins vera hjá barninu undir eftirliti en hefur annast veikt barnið meira og minna í veikindum þess.
Þá eru reglur Trygginastofnunar þannig að ekki er greitt fyrir sjúkling nema með yfirlýsingu frá viðkomandi lækni/sjúkrastofnun að ekki verði meira aðgert hér á landi.
Faglegt kalt mat virðist ráða ferli þessa langveika barns - mannúð eða kærleikur virðist ekki haft að leiðarljósi.
Biblían:
Mk 10:14
Menn færðu börn til Jesú að hann snerti þau en lærisveinarnir átöldu þá. 14Þegar Jesús sá það sárnaði honum og hann mælti við þá: Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki. 15Sannlega segi ég ykkur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma. 16Og Jesús tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau.
Ofangreind ritningagrein kemur upp í hugann og spurningar vakna, verður sjúklingur meðhöndlaðu eingöngu eftir lögum/lögmáli kerfisins eða jafnvel ræðst af hagsmunamati þar sem kostnaður skiptir meira máli en lífið sjálft.
Hvaða sálgæslu fékk móðirin er henni var tilkynnt að barnið ætti ekki lífsvon og hvaða viðmót fékk hún hjá ofangreindum stofnunum?
Er ákvörðun um siðferði lífs og dauða tekin af kerfinu samkvæmt úteikningum fjármagns - ákvörðunum velferðarkerfis og barnaverndarnefndar að því er virðist með ómannúðlegum hætti þar sem virðing fyrir lífinu er takmörkuð?
Ofangreind ritningargrein getur verið vegvísir á kærleika og umburðarlyndi er ætti að vera leiðarljós vegna þessa þjáða langveika barns og móður þess - allra þeirra er við erfiðleika eiga að etja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Facebook