Barátta Bjarna Benediktssonar - þyrnum stráð

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksin skrifar sér til varnar í Mbl. í dag, gegn órökstuddum dylgjum um aðild hans að ólögulegu láni frá Íslandsbanka og sölu á hlutabréfa. Er þetta ekki toppurinn á ísjakanum er koma skal til að sverta ímynd Sjálfstæðisflokksins; en það verður talið vænlegst til árangurs af núverandi stjórnarflokkum í komandi kosningabaráttu?

 Ennþá sitja ráðherrar við völd er sátu í svokallaðri hrunstjón  þegar allt hrundi, þau Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Össur Skarðhéðinsson, utanríkisráðherra; má telja að Samfylkingin hafi unnið að því öllum árum að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisaráðherra skyldi verða syndahafurinn fyrir Landsdómi, taka alla sök í hruninu. Atkvæðagreiðsla Jóhönnu og Össurar gegn því að Geir yrði ákærður gæti allt eins verið sýndarmennska og plott til að reyna fela ógeðfellda pólitíska atlögu að honum?  

Frá siðferðilegu sjónarmiði er óviðunandi að þeir sem sátu í fyrrnefndri hrunstjórn séu  ráðherrar, hvorki nú eða síðar. Vonandi tekst Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins að sjá til þess að enginn úr þeirra röðum er sat í hrunstjórninni verði aftur ráðherrar eða þingmenn. Sama má segja um efnahagsráðgjafann er Geir H. Haarde hafði sér við hlið fyrir hrunið; þar ber hæst nafn Tryggva Herbertssonar, hagfræðings og núverandi þingmann flokksins. 

Undirrituð er ekki að ásaka neinn um vísvitandi lögbrot í starfi; málið snýst ekki síður um hina siðferðuleg hlið er ekki verður horft framjá.

Þjóðin á um sárt að binda eftir stórfellt efnahagshrun; þess vegna eiga þeir sem voru við völd að sýna fólkinu þá virðingu að hverfa til annarra starfa.

Næsta kosningabarátta verður þyrnum stráð fyrir formann Sjálfstæðisflokkinn;  vonandi tekst honum að snúa vörn í sókn.WounderingHalo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband